Ungmennaráð - 21 (12.3.2019) - Vinabæjarmót í Borgå Finnlandi 26.-28.06.2019
Málsnúmer201902153
MálsaðiliVinabæjir
Skráð afheidrun
Stofnað dags14.03.2019
Niðurstaða
Athugasemd
TextiÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim styrkjum sem mögulegt er að sækja um ef ungmennaráð myndi sækja vinabæjarmótið. Besti möguleiki á að fá styrk er í gegnum Nordplus, en umsóknarfrestur rann út í febrúar og því ekki hægt að sækja um þar fyrir komandi vinabæjarmót. Fræðilega er möguleiki á að setja vinabæjarmótið upp sem ungmennaskipti, en þá þurfa öll löndin í vinabæjarsamstarfinu að koma að verkefninu og heppilegast er að slík umsókn færi fram hjá gestgjafa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þekkir ekki fleiri staði sem hægt væri að sækja um styrki. Ungmennaráð tekur mjög jákvætt í erindið og telur þetta góðan vettvang til að ræða jafn mikilvægt málefni og umhverfismál. Allir aðalmenn ráðsins eru tilbúnir að gefa kost á sér að fara til Finnlands í sumar ef eftir því verður leitað. Ef aðilar ungmennaráðs fara út á slíkt vinabæjarmót telur ráðið mikilvægt að þeir sem fara, muni miðla af reynslunni til annarra ungmenna.